Fréttasafn: september 2008

Fyrirsagnalisti

Starfsemi á fyrri árshelmingi 2008 - 25. sep. 2008

"Fyrri árshelmingur 2008 einkenndist af verulegum lækkunum á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Þannig lækkaði innlent hlutabréfasafn lífeyrissjóðsins um 24,0% á tímabilinu en til samanburðar lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 30,7%. Á sama tíma lækkuðu erlendir hlutabréfamarkaðir að meðaltali um 12,1%. Þessi þróun leiddi til 1,6% neikvæðrar ávöxtunar á eignum lífeyrissjóðsins á fyrri hluta ársins eða sem svarar 8,9% neikvæðri raunávöxtun á tímabilinu" segir Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV. "Ekki mun koma til lækkunar réttinda um áramót nema hlutabréfamarkaðir lækki verulega frá því sem var um mitt ár" sagði Þorgeir að lokum. Lesa meira