Fréttasafn: 2007
Fyrirsagnalisti
Vextir á nýjum lánum með föstum vöxtum hækka í 5,95% frá 20. nóvember.
Eignir hækkuðu um 26 milljarða í 266 milljarða
Vextir á nýjum íbúðalánum með föstum vöxtum hækka í 5,40% frá 15. september.
Ný stjórn sjóðsins
Þau tímamót urðu í sögu sjóðsins að í fyrsta skipti er jafnt kynjahlutfall í stjórninni.
Lesa meira
Stjórn sjóðsins hefur markað LV eftirfarandi hluthafastefnu
Lífeyrisréttindi sjóðfélaga LV hækkuð um 7% eða 11,8 milljarða. Á 10 árum hafa réttindin verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar
Eignir 240,3 milljarðar – hækkuðu um 49,3 milljarða - Ávöxtun 20,6%
Eignir og lífeyrisgreiðslur
Eignir LV námu 240,3 milljörðum í árslok 2006 og hækkuðu um 49,3 milljarða á árinu eða um 25,9%. Á árinu 2006 greiddu 50 þúsund sjóðfélagar til sjóðsins og námu iðgjaldagreiðslur alls 12,5 milljörðum. Þá greiddu 7 þúsund fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna. Á árinu 2006 nutu 7.700 lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna að fjárhæð 3,4 milljarðar.
Ávöxtun og rekstrarkostnaður
Ávöxtunin var 20,5% á síðasta ári sem samsvarar 12,7% raunávöxtun sem gerir árið að öðru besta rekstrarári í sögu sjóðsins. Allir eignaflokkar sýndu góða ávöxtun en þó var ávöxtun erlenda verðbréfasafnsins best á árinu sem helgast af hækkun erlendra hlutabréfamarkaða auk lækkunar íslensku krónunnar. Rekstrarkostnaður sjóðsins var einungis 0,06% af eignum eða sem nemur 58 aurum fyrir hverjar 1.000 krónur.