Fréttasafn: 2007

Fyrirsagnalisti

Vextir á nýjum lánum með föstum vöxtum hækka í 5,95% frá 20. nóvember. - 16. nóv. 2007

Þessi breyting hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem tekið hafa lán með föstum vöxtum hjá sjóðnum til þessa. Lesa meira

Eignir hækkuðu um 26 milljarða í 266 milljarða - 26. sep. 2007

Fyrri árshelmingur 2007 einkenndist af verulegum hækkunum á innlendum hlutabréfamarkaði. Lesa meira

Vextir á nýjum íbúðalánum með föstum vöxtum hækka í 5,40% frá 15. september. - 10. sep. 2007

Þessi breyting hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem tekið hafa íbúðalán með föstum vöxtum hjá sjóðnum til þessa. Lesa meira

Ný stjórn sjóðsins - 26. mar. 2007

Kjörtímabil nýrrar stjórnar sjóðsins til næstu þriggja ára hófst 1. mars sl.
Þau tímamót urðu í sögu sjóðsins að í fyrsta skipti er jafnt kynjahlutfall í stjórninni.
Lesa meira

Stjórn sjóðsins hefur markað LV eftirfarandi hluthafastefnu - 19. jan. 2007

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er langtímafjárfestir sem hefur ásamt góðri arðsemi af hlutabréfaeign sinni það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í. Lesa meira

Lífeyrisréttindi sjóðfélaga LV hækkuð um 7% eða 11,8 milljarða. Á 10 árum hafa réttindin verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar - 9. jan. 2007

Vegna góðrar raunávöxtunar sjóðsins á árinu 2006, sem er annað besta rekstrarár í sögu lífeyrissjóðsins með 12,7% raunávöxtun, hefur tryggingafræðileg staða sjóðsins styrkst verulega. Eignir sjóðsins við áramót námu 240,3 milljörðum og höfðu hækkað um 25,9% á árinu. Eignir umfram heildarskuldbindingar að meðtöldum framtíðarréttindum námu 32,1 milljarði eða 7,9%. Lesa meira

Eignir 240,3 milljarðar – hækkuðu um 49,3 milljarða - Ávöxtun 20,6% - 5. jan. 2007

Eignir og lífeyrisgreiðslur
Eignir LV námu 240,3 milljörðum í árslok 2006 og hækkuðu um 49,3 milljarða á árinu eða um 25,9%. Á árinu 2006 greiddu 50 þúsund sjóðfélagar til sjóðsins og námu iðgjaldagreiðslur alls 12,5 milljörðum. Þá greiddu 7 þúsund fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna. Á árinu 2006 nutu 7.700 lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna að fjárhæð 3,4 milljarðar.

Ávöxtun og rekstrarkostnaður
Ávöxtunin var 20,5% á síðasta ári sem samsvarar 12,7% raunávöxtun sem gerir árið að öðru besta rekstrarári í sögu sjóðsins. Allir eignaflokkar sýndu góða ávöxtun en þó var ávöxtun erlenda verðbréfasafnsins best á árinu sem helgast af hækkun erlendra hlutabréfamarkaða auk lækkunar íslensku krónunnar. Rekstrarkostnaður sjóðsins var einungis 0,06% af eignum eða sem nemur 58 aurum fyrir hverjar 1.000 krónur.

Lesa meira