Fréttasafn
Fyrirsagnalisti
Jólakveðja og afgreiðslutími um hátíðirnar
Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samskiptin á árinu.
Lesa meiraGóð ávöxtun fyrstu 11 mánuði ársins
Afkoma sjóðsins fyrstu 11 mánuði ársins var afar góð. Ávöxtun á tímabilinu var 13% sem jafngildir 9,2% raunávöxtun. Á sama tímabili jukust lífeyrisgreiðslur um 13% og sjóðfélögum á lífeyri fjölgaði um 8%. Þetta kom fram á þriðja fundi fulltrúaráðs sjóðsins, sem haldinn var þriðjudaginn 15. desember 2020.
Lesa meiraHámarksfjárhæð sjóðfélagalána hækkar
Það er ekki eftir neinu að bíða
Við erum heppin! Við höfum upplýsingar um stöðuna, tækni til að bregðast við og þekkingu til að beita tækninni. En til þess þurfum við að fylgja plani og allir þurfa að leggjast á árarnar. Þetta skrifar Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu 26. nóvember 2020. Greinin í heild fer hér á eftir.
Lesa meiraVerðtryggðir vextir fastir til 5 ára lækka
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á verðtryggðum lánum með fasta vexti til fimm ára sem veitt eru frá og með 23. október 2020. Vextirnir lækka úr 2,31% og verða 2,01%. Breytingin tekur strax gildi.
Lesa meiraSjálfbærar fjárfestingar og traust ávöxtun
Eftirfarandi grein er eftir Tómas N. Möller stjórnarformann Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og yfirlögfræðing Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Greinin birtist fyrst nokkuð stytt í Fréttablaðinu 29. september 2020.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu janúar 2020 til og með ágúst 2020.
Lesa meiraVextir lækka
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á þremur lánaflokkum. Breytingarnar taka strax gildi á nýjum lánum, frá og með ágústgjalddaga á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum
Lesa meiraHlé á gjaldeyriskaupum framlengt
Í samráði við Seðlabanka Íslands hafa lífeyrissjóðirnir framlengt hlé á gjaldeyriskaupum til 17. september næstkomandi, en upphaflega var samið um það frá 17. mars og þá til þriggja mánaða.
Lesa meiraMetafkoma sjóðsins 2019
Metafkoma sjóðsins á árinu 2019 var staðfest á ársfundi sjóðsins, sem haldinn var þann 2. júní eftir að hafa verið frestað vegna Covid-19 samkomubanns, en upphaflega átti að halda fundinn 24. mars. Hrein ávöxtun sjóðsins var 18,7% sem samsvarar 15,6% hreinni raunávöxtun. Formaður stjórnar þakkar þetta ekki síst því að sjóðurinn hefur í sinni þjónustu öflugt teymi eignastýringar og fleiri krafta sem nauðsynlegir eru til að ná góðum árangri á fjármálamörkuðum.
Lesa meiraÁrsfundur 2020
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem halda átti þann 24. mars en var frestað vegna Covid-19 samkomubanns, er hér með boðaður á ný.
Lesa meiraVextir sjóðfélagalána lækka
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á óverðtryggðum sjóðfélagalánum frá og með 24. apríl 2020. Jafnframt verður boðið upp á nýjan verðtryggðan lánaflokk þar sem vextir verða fastir til fimm ára í senn.
Lesa meiraSérfræðingur í eignastýringu
LV óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í eignastýringarteymi sjóðsins.
Lesa meiraYfirlit send til sjóðfélaga
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið send öllum virkum sjóðfélögum sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu september 2019 til og með febrúar 2020.
Lesa meiraGreiðsluhlé á sjóðfélagalánum
Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður þeim greiðsluhlé sem eiga í vandræðum með afborganir af sjóðfélagalánum sínum.
Lesa meiraÞjónustan á netið
Afgreiðsla sjóðsins er opin kl. 9-16, einungis fyrir afhendingu og móttöku skjala. Öll önnur þjónusta fer fram á netinu, með síma eða í tölvupósti.
Lesa meiraÁrsfundi frestað
Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma ársfundi sjóðsins, sem boðaður hefur verið þriðjudaginn 24. mars 2020. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19.
Lesa meiraÞjónustan á netið - Afgreiðslu sjóðsins verður lokað vegna COVID-19
Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að loka skrifstofu sjóðsins tímabundið. Starfsemin verður skipulögð með þeim hætti að sem minnst röskun verði á þjónustu við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini. Hins vegar er óhjákvæmilegt að þjónusta skerðist og að það hægi á einhverjum þáttum.
Lesa meiraÁrsfundur 2020
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn 24, mars á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 18:00
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða