Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Tímabundin heimild til útgreiðslu séreignar framlengd - 25. maí 2021

Alþingi hefur ákveðið að framlengja sérstaka heimild vegna COVID-19 heimsfaraldursins til að taka út séreignarlífeyrissparnað og gildir heimildin til ársloka 2021. Samkvæmt lögum má heildarúttekt nema allt að 12. milljónum króna, en miða skal við inneign 1. apríl 2021.

Lesa meira

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur eigin tölvudeild - 30. apr. 2021

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV fjallaði um viðskipti lífeyrissjóða við hugbúnaðarfyrirtækið Init ehf. fimmtudaginn 29. apríl 2021. Af því tilefni skal tekið fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aldrei átt í viðskiptum við Init. 

Lesa meira

Aukaársfundur 2021 - 28. apr. 2021

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021 verður haldinn þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vegna sóttvarnareglna stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð. Fundurinn verður einnig rafrænn og eru sjóðfélagar hvattir til þátttöku með þeim hætti.

Lesa meira

Gagnsæistilkynning frá FME - 15. apr. 2021

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur í morgun birt niðurstöður athugunar á stjórnarháttum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Gagnsæistilkynninguna má sjá hér

Lesa meira

Viðtal við forstöðumann eignastýringar í Nordic Fund Selection Journal - 13. apr. 2021

Nýverið var Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í forsíðuviðtali við fagtímaritið Nordic Fund Selection Journal, sem dreift er til norrænna fagfjárfesta (lífeyrissjóða, tryggingafélaga og fjármálafyrirtækja).   

Lesa meira

Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við formennsku stjórnar LV - 24. mar. 2021

Að loknum vel heppnuðum ársfundi sjóðsins í gær á Grand Hótel Reykjavík fundaði stjórn sjóðsins og skipti með sér verkum. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við formennsku af Stefáni Sveinbjörnssyni sem tók við varaformennsku.

Lesa meira

Fyrsta sjálfbærniskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 23. mar. 2021

Sjálfbærniskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var kynnt á ársfundi sjóðsins þann 23. mars 2021. Þetta er fyrsta sjálfbærniskýrsla sjóðsins og er til marks um víðtæka áherslubreytingu í allri starfsemi sjóðsins, sem að hluta til hefur komið til framkvæmda undanfarin ár og verður með vaxandi þunga innleidd á næstu árum.

Lesa meira

Aðalfundur Arion banka hf. – Tillögur og bókanir LV varðandi stjórnarlaun, tilnefningarnefnd og starfskjarastefnu - 15. mar. 2021

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur undanfarna daga átt samtöl við formann stjórnar Arion banka hf. í tengslum við aðalfund félagsins sem haldinn verður 16. mars n.k.  

Lesa meira

LV semur við MSCI ESG Research - 2. mar. 2021

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) samdi nýverið við MSCI ESG Research (MSCI) um aðgang að upplýsingaveitu MSCI er snýr að ábyrgum fjárfestingum. LV leggur nú aukna áherslu á ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og samningurinn við MSCI er liður í þeirri vegferð.

Lesa meira

Eignir 1.013 milljarðar og ávöxtun 14,7% - 20. feb. 2021

Rekstur LV gekk vel á árinu og afkoma eignasafna var góð þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna heimsfaraldurs. Heildareignir námu 1.013 milljörðum króna um áramót og jukust þær um 145 milljarða króna á árinu. 

Lesa meira

Ársfundur 2021 - 18. feb. 2021

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021 verður haldinn þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vegna sóttvarnareglna stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð.

Lesa meira

Forstöðumaður rekstrarsviðs - 30. jan. 2021

LV óskar eftir að ráða forstöðumann rekstrarsviðs í nýtt og spennandi starf innan sjóðsins. 

Lesa meira

Jólakveðja og afgreiðslutími um hátíðirnar - 21. des. 2020

Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samskiptin á árinu.

Lesa meira

Góð ávöxtun fyrstu 11 mánuði ársins - 16. des. 2020

Afkoma sjóðsins fyrstu 11 mánuði ársins var afar góð. Ávöxtun á tímabilinu var 13% sem jafngildir 9,2% raunávöxtun. Á sama tímabili jukust lífeyrisgreiðslur um 13% og sjóðfélögum á lífeyri fjölgaði um 8%. Þetta kom fram á þriðja fundi fulltrúaráðs sjóðsins, sem haldinn var þriðjudaginn 15. desember 2020.

Lesa meira

Hámarksfjárhæð sjóðfélagalána hækkar - 11. des. 2020

Hámarks lán hjá sjóðnum hækkar úr 40 milljónum í 60 milljónir króna. Lesa meira

Það er ekki eftir neinu að bíða - 26. nóv. 2020

Við erum heppin! Við höfum upplýsingar um stöðuna, tækni til að bregðast við og þekkingu til að beita tækninni. En til þess þurfum við að fylgja plani og allir þurfa að leggjast á árarnar. Þetta skrifar Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu 26. nóvember 2020. Greinin í heild fer hér á eftir.

Lesa meira

Verðtryggðir vextir fastir til 5 ára lækka - 23. okt. 2020

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið lækkun vaxta á verðtryggðum lánum með fasta vexti til fimm ára sem veitt eru frá og með 23. október 2020. Vextirnir lækka úr 2,31% og verða 2,01%. Breytingin tekur strax gildi.

Lesa meira

Sjálfbærar fjárfestingar og traust ávöxtun - 29. sep. 2020

Eftirfarandi grein er eftir Tómas N. Möller stjórnarformann Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og yfirlögfræðing Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Greinin birtist fyrst nokkuð stytt í Fréttablaðinu 29. september 2020.

Lesa meira

Yfirlit send sjóðfélögum - 28. sep. 2020

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu janúar 2020 til og með ágúst 2020.

Lesa meira
Síða 1 af 5