Eignasamsetning

Eignir sjóðsins eru í vel áhættudreifðum söfnum hlutabréfa og skuldabréfa, innanlands og erlendis.

Hér má sjá hvernig eignasamsetning sjóðsins var í lok árs 2016. Hlutfall innlendra verðbréfa hefur aukist í eignasafninu. Eignir námu 603,2 milljörðum króna í árslok 2016 samanborið við 584,2 milljarða í árslok 2015.

Áhættudreifing í safninu er mikil. Mestur hluti eignanna er í vel dreifðum skuldabréfum og veðskuldabréf sjóðsins eru með traustar fasteignaveðtryggingar.

Sundurliðun innlendra hlutabréfa

Í skýringu 9 á bls. 62 í ársskýrslu sjóðsins er hægt að sjá hvernig hlutabréf skiptast niður á félög.

 

Sundurliðun innlendra skuldabréfa

Innlend skuldabréfaeign sjóðsins var 305,8 milljarðar króna í árslok í samanburði við 284 milljarða árið áður. Innlend skuldabréf er um helmingur eigna lífeyrissjóðsins, vægi þeirra hækkaði lítillega frá fyrra ári.

Hægt er að sjá nákvæmari sundurgreiningu á innlendum skuldabréfum í skýringu 10 á bls. 66 í ársskýrslu sjóðsins .

 

Sundurliðun erlendra verðbréfa

Erlendum verðbréfum má skipta í tvennt. Annars vegar sjóði og eignasöfn og hins vegar framtakssjóði. Verðbréfin eru í dreifðum sjóðum til að dreifa vel áhættunni. Hægt er að sjá hvaða sjóðir og eignasöfn voru í eign lífeyrissjóðsins við árslok í skýringu 10 á bls. 64-65 í ársskýrslu sjóðsins .