Fjárfesting í hlutabréfum

Við fjárfestingar í hlutabréfum hefur stjórn sjóðsins markað eftirfarandi stefnu til þess að vinna eftir á hlutabréfamarkaði:

  • Fjárfest er í félögum sem eru skráð  á skipulögðum mörkuðum.
  • Fjárfest er í öðrum hlutafélögum að jafnaði með a.m.k. 5 ára rekstrarsögu og hafa samþykktir sem tryggja hömlulaus viðskipti með hlutafé.  Við mat á skilyrði um rekstrarsögu er m.a. horft til þess hvort fyrirtæki hafi verið fjárhagslega endurskipulagt, stofnað á grunni eldra fyrirtækis eða með samruna tveggja eða fleiri fyrirtækja.
  • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og áhættufjármögnun fer fram í gegnum félög og sjóði sem hafa slíkar fjárfestingar á stefnuskrá sinni og lífeyrissjóðurinn hefur gerst hluthafi í.

  • Að jafnaði er ekki  fjárfest í félögum ef einn aðili á meirihluta hlutafjár. Mat á því er háð ákvörðun stjórnar. Þessi regla á þó ekki við um einkavæðingu opinberra fyrirtækja, ríkis eða sveitarfélaga þegar fyrir liggja stefnuyfirlýsingar um sölu á meirihluta hlutafjár í þeim félögum, þó slík sala fari ekki fram í einu lagi.

  • Eignarhlutur í einstökum hlutafélögum skal ekki vera hærri en 20% af hlutafé viðkomandi félags.