Fjárfestingar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er langtímafjárfestir með mótaða fjárfestingarstefnu. Sjóðurinn er fagfjárfestir sem hefur að höfuðmarkmiði að hámarka eignir og réttindi sjóðfélaganna og skal það sjónarmið lagt til grundvallar við fjárfestingar og eignastýringu á verðbréfasafni sjóðsins.

Fjármunir sjóðsins skulu ávaxtaðir með hliðsjón af þeim kjörum, sem best eru boðin á hverjum tíma, að teknu tilliti til varúðarsjónarmiða, áhættu og verðtryggðra langtímaskuldbindinga sjóðsins.

Ársskýrsla sjóðsins 2020