Afgreiðsla sjóðsins er opin

Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum gera okkur kleift að opna afgreiðslu sjóðsins á ný frá og með 15. apríl

 

 Eftir sem áður gilda þó grunnreglur sóttvarna gegn COVID-19 faraldrinum, sem eru:

  • Skrifstofa sjóðsins er opin
  • Grímuskylda er í afgreiðslu og þjónustuveri
  • Komi margir samtímis gæti þurft að takmarka aðgang

Við mælumst eindregið til að sjóðfélagar, sem eiga erindi við sjóðinn, hafi samband í síma, með tölvupósti eða netspjalli. Skjölum og skriflegum erindum má koma til skila í póstkassa á 0. hæðinni.
Tilkynnt verður hér á þessum vettvangi ef og þegar breytingar verða á þessum reglum.

Hér eru ýmsar upplýsingar um þjónustu sjóðsins sem varða þessar aðstæður, t.d. rafrænar dreifileiðir og upplýsingar um úrræði

Lífeyrissjóðslán - úrræði 

Tímabundin heimild séreignar framlengd - úrræði 

Þjónustan á netið

  • Á vef sjóðsins eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað sem varðar hagsmuni sjóðfélaga. Öll umsóknarform eru aðgengileg hér. Einnig er þar að finna spurningar og svör við algengum spurningum. Launagreiðendur sjá stöðu sína á fyrirtækjavef sjóðsins og á vef sjóðsins.
  • Sjóðfélagavefurinn er alltaf aðgengilegur. Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi í sjóðnum, lífeyrisgreiðslur og stöðu lána. Einnig er hægt að sækja um ellilífeyri og örorkulífeyri.
  • Hægt er að koma skjölum til afgreiðslu í póstkassa á jarðhæð (0. hæð) í Húsi verslunarinnar. Einnig er hægt að senda okkur skönnuð skjöl á netfangið skrifstofa@live.is og fá upplýsingar með tölvupósti í sama netfang eða með því að hringja í síma 580 4000.

 
Við erum einnig til staðar í síma 580 4000 og á netfanginu skrifstofa@live.is.
Skiptiborð og símaþjónusta er opin frá 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:00 til 15:00 á föstudögum.