Upplýsingar um þjónustu og einstök úrræði vegna COVID-19

Skrifstofa sjóðsins verður frá og með föstudeginum 27. mars tímabundið lokuð allri umferð. Þetta er gert til að freista þess að tryggja að starfsemi sjóðsins leggist ekki niður og áfram verði hægt að greiða út lífeyri, afgreiða lánsumsóknir og taka við iðgjöldum. Áfram verður hægt að koma skjölum til afgreiðslu í póstkassa á jarðhæð (0 hæð) í Húsi verzlunarinnar og reka erindi í síma og með tölvupósti. Reynt verður af fremsta megni að skipuleggja starfsemina með þeim hætti að sem minnst röskun verði á þjónustu við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini. Hins vegar er óhjákvæmilegt að þjónusta skerðist og að það hægi á einhverjum þáttum.

Hér eru ýmsar upplýsingar um þjónustu sjóðsins sem varða þessar aðstæður, t.d. rafrænar dreifileiðir, upplýsingar um úrræði, spurningar og svör.

Sérstök úrræði

Við leggjum áherslu á að veita skjóta og skilvirka þjónustu. Nú vinna hins vegar margir starfsmenn heiman frá sér og veikindi geta einnig dregið úr afköstum. Því viljum við biðja viðskiptavini um að sýna því skilning þótt hægt geti á þjónustu.

Lífeyrissjóðslán - úrræði

Þjónustan á netið

  • Á vef sjóðsins eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað sem varðar hagsmuni sjóðfélaga. Öll umsóknarform eru aðgengileg hér. Einnig er þar að finna spurningar og svör við algengum spurningum. Launagreiðendur sjá stöðu sína á fyrirtækjavef sjóðsins og á vef sjóðsins.
  • Sjóðfélagavefurinn er alltaf aðgengilegur. Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi í sjóðnum, lífeyrisgreiðslur og stöðu lána. Einnig er hægt að sækja um ellilífeyri og örorkulífeyri.
  • Póstkassi fyrir bréfpóst til lífeyrissjóðsins er staðsettur í kjallara/hæð 0 í Húsi verzlunarinnar, Kringlunni 7. Við hvetjum viðskiptavini til að takmarka heimsóknir á skrifstofu sjóðsins og nota póstkassann. Einnig er hægt að senda okkur skönnuð skjöl á netfangið skrifstofa@live.is

Við erum einnig til staðar í síma 580 4000 og á netfanginu skrifstofa@live.is.
Skiptiborð og símaþjónusta er opin frá 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:00 til 15:00 á föstudögum.