Afgreiðsla sjóðsins lokuð vegna COVID-19

Hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 valda því að skrifstofa sjóðsins er nú lokuð allri umferð. Við biðjum sjóðfélaga að sýna okkur þolinmæði og tillitssemi, en með þessum ráðstöfunum reynum við að tryggja sem best að starfsemi sjóðsins og þjónusta við sjóðfélaga leggist ekki niður og áfram verði hægt að greiða út lífeyri, afgreiða lánsumsóknir og taka við iðgjöldum meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Hægt verður að koma skjölum til afgreiðslu í póstkassa á jarðhæð (0 hæð) í Húsi verslunarinnar og reka erindi í síma og með tölvupósti. 

Hér eru ýmsar upplýsingar um þjónustu sjóðsins sem varða þessar aðstæður, t.d. rafrænar dreifileiðir, upplýsingar um úrræði, spurningar og svör.

Sérstök úrræði

Útgreiðsla séreignarsparnaðar vegna COVID-19

Tímabundin heimild

 • Sótt er um rafrænt á sjóðfélagavefnum.
 • Hámarksútborgun er 12 milljónir króna yfir 15 mánaða tímabil. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef séreignarsparnaðurinn nemur innan við 12 milljónum.
 • Mánaðarleg greiðsla getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði
 • Heimildin nær ekki til tilgreindrar séreignar
 • Staðgreiðsla er dregin af útgreiðslu

Lífeyrissjóðslán - úrræði 

 •  Greiðsluhlé er skilmálabreyting á skuldabréfi. 
 • Greiðsluhlé felur það í sér að afborganir í að lágmarki þrjá upp í allt að sex næstu mánuði falla niður, þ.e. ekki er greitt af láninu þann tíma sem greiðsluhlé varir. 
 • Á sama tíma eru hins vegar áfram reiknaðir samningsvextir og verðbætur samkvæmt skilmálum skuldabréfsins. 
 • Að greiðsluhlé liðnu er skuldara sendur greiðsluseðill með almennum hætti.

Upplýsingar um greiðsluhlé.

Upplýsingar um greiðsluerfiðleikaúrræði.

Þjónustan á netið

 • Á vef sjóðsins eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað sem varðar hagsmuni sjóðfélaga. Öll umsóknarform eru aðgengileg hér. Einnig er þar að finna spurningar og svör við algengum spurningum. Launagreiðendur sjá stöðu sína á fyrirtækjavef sjóðsins og á vef sjóðsins.
 • Sjóðfélagavefurinn er alltaf aðgengilegur. Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi í sjóðnum, lífeyrisgreiðslur og stöðu lána. Einnig er hægt að sækja um ellilífeyri og örorkulífeyri.
 • Hægt er að skjölum til afgreiðslu í póstkassa á jarðhæð (0 hæð) í Húsi verslunarinnar og reka erindi í síma og með tölvupósti.  Einnig er hægt að senda okkur skönnuð skjöl á netfangið skrifstofa@live.is og reka erindi og fá upplýsingar með tölvupósti í sama netfang eða með því að hringja í síma 580 4000.

 

Við erum einnig til staðar í síma 580 4000 og á netfanginu skrifstofa@live.is.
Skiptiborð og símaþjónusta er opin frá 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:00 til 15:00 á föstudögum.