Verðtryggð lán

Val er um tvennskonar verðtryggð lán: 

 • Fastir vextir út lánstímann  
 • Fastir vextir í 60 mánuði

 

Fastir vextir út lánstímann haldast óbreyttir óháð því vaxtastigi sem ríkir hverju sinni. Þess vegna er lántakinn ekki berskjaldaður fyrir breytingum á vaxtakjörum.

Fastir vextir í 60 mánuði eru endurskoðaðir á 60 mánaða (5 ára) fresti og geta þá, eftir atvikum, tekið breytingum. Þegar vaxtatímabilinu lýkur eftir 60 mánuði, tekur við nýtt 60 mánaða vaxtatímabil á þeim vöxtum sem þá eru í gildi

Stjórn sjóðsins ákvarðar vexti og breytingar á þeim samkvæmt nánari ákvæðum í skilmálum skuldabréfs og samkvæmt lánareglum sjóðsins.

Jafnar greiðslur (annuitet) -  Það þýðir að afborganir eru jafnar út lánstímann, þó þannig að þær breytast í takt við breytingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Lántaki greiðir höfuðstólinn hægar niður fyrstu árin en afborgun af höfuðstól fer svo stigvaxandi eftir því sem líður á lánstímann. Heildarvaxtakostnaður við lánið er því hærri en af lánum sem bera jafna afborgun á höfuðstól. Á móti kemur að mánaðarleg afborgun er lægri.

Jafnar afborganir - Það þýðir að afborganir af höfuðstól eru þær sömu út lánstímann að teknu tilliti til hækkunar vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Slík lán greiðast því nokkuð hraðar niður en lán með jöfnum greiðslum og er því heildarvaxtakostnaður við þau lægri.

Verðtryggð lán hafa almennt lægri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með, í samanburði við óverðtryggð sjóðfélagalán og verður þess vegna eignamyndun hægari.

 Verðtryggð sjóðfélagalán

Óverðtryggð sjóðfélagalán

Eiginleikar

 • Lægri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með.
 • Greiðslubyrði fylgir þróun verðlags.

Eiginleikar:

 • Hærri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með.
 • Engar verðbætur - hraðari eignamyndun.

Gott að hafa í huga:

 • Verðbætur bætast við höfuðstól.
 • Mögulegt misgengi verðlags og launaþróunar.

Gott að hafa í huga:

 • Vextir geta hækkað/lækkað umtalsvert við nýja
  vaxtaákvörðun í takt við markaðsaðstæður.
 • Meiri sveiflur geta verið í greiðslubyrði.

 Jafnar greiðslur (annuitet)

Jafnar afborganir af höfuðstól

Eiginleikar:

 • Lægri greiðslubyrði fyrst í stað.
 • Verðbólga hefur meiri áhrif á höfuðstól
  verðtryggðra lána.

Eiginleikar:

 • Greiðslubyrði hærri fyrst, en lækkar svo.
 • Verðbólga hefur minni áhrif á höfuðstól
  verðtryggðra lána.

Gott að hafa í huga:

 • Léttari greiðslubyrði í byrjun og getur því
  auðveldað töku óverðtryggðs láns.
 • Léttari greiðslubyrði við lántöku getur gefið
  aukið svigrúm við fasteignakaup.

Gott að hafa í huga:

 • Lækkun greiðslubyrði á lánstímanum eykur þol
  skuldara vegna mögulegrar lækkunar á tekjum
  þegar líður á lánstímann.
 • Hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls lækkar
  heildarvaxtakostnað.