Verðtryggð, fastir vextir
Þegar verðtryggð lán eru með föstum vöxtum getur afborgunarferlið verið með tvennum hætti. Annars vegar með jöfnum greiðslum (annuitet) út lánstímann og hins vegar með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
Jafnar greiðslur (annuitet) - Það þýðir að afborganir eru jafnar út lánstímann, þó þannig að þær breytast í takt við breytingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Lántaki greiðir höfuðstólinn hægar niður fyrstu árin en afborgun af höfuðstól fer svo stigvaxandi eftir því sem líður á lánstímann. Heildarvaxtakostnaður við lánið er því hærri en af lánum sem bera jafna afborgun á höfuðstól. Á móti kemur að mánaðarleg afborgun er lægri.
Jafnar afborganir - Það þýðir að afborganir af höfuðstól eru þær sömu út lánstímann að teknu tilliti til hækkunar vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Slík lán greiðast því nokkuð hraðar niður en lán með jöfnum greiðslum og er því heildarvaxtakostnaður við þau lægri.
Verðtryggð lán hafa almennt lægri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með, í samanburði við óverðtryggð sjóðfélagalán og verður þess vegna eignamyndun hægari.
Fastir vextir haldast óbreyttir út lánstímann óháð því vaxtastigi sem ríkir hverju sinni, þess vegna er lántakinn ekki berskjaldaður fyrir breytingum á vaxtakjörum. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um fasta vexti á verðtryggðum lánum.
Verðtryggð sjóðfélagalán |
Óverðtryggð sjóðfélagalán |
---|---|
Eiginleikar
|
Eiginleikar:
|
Gott að hafa í huga:
|
Gott að hafa í huga:
|
Jafnar greiðslur (annuitet) |
Jafnar afborganir af höfuðstól |
---|---|
Eiginleikar:
|
Eiginleikar:
|
Gott að hafa í huga:
|
Gott að hafa í huga:
|