Verðtryggð, breytilegir vextir

Þegar verðtryggð lán eru með breytilegum vöxtum þá er afborgunarferlið með jöfnum afborgunum af höfuðstól. Það þýðir að afborganir af höfuðstól eru þær sömu út lánstímann að teknu tilliti til hækkunar vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Verðtryggð lán hafa almennt lægri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með, í samanburði við óverðtryggð lán og verður þess vegna eignamyndun hægari.

Breytilegir vextir taka breytingum 15. hvers mánaðar og getur greiðslubyrði þess vegna sveiflast. Breytilegir vextir eru 0,75% hærri en meðalávöxtun í síðasta mánuði á flokki íbúðabréfa (HFF150434) skráður í kauphöll Nasdaq OMX.

Verðtryggð sjóðfélagalán

Óverðtryggð sjóðfélagalán

Eiginleikar:

 • Lægri greiðslubyrði, a.m.k til að byrja með.
 • Greiðslubyrði fylgir þróun verðlags

 Eiginleikar:

 • Hærri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með.
 • Engar verðbætur - hraðari eignamyndun.

Gott að hafa í huga:

 • Verðbætur bætast við höfuðstól.
 • Mögulegt misgengi verðlags og launaþróunar.

Gott að hafa í huga: 

 • Mögulegt misgengi verðlags og launaþróunar.

Jafnar greiðslur (annuitet)

Jafnar afborganir af höfuðstól

Eiginleikar:

 • Lægri greiðslubyrði fyrst í stað.
 • Verðbólga hefur meiri áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána.

Eiginleikar:

 • Greiðslubyrði hærri fyrst, en lækkar svo.
 • Verðbólga hefur minni áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána.

Gott að hafa í huga:

 • Léttari greiðslubyrði í byrjun og getur því auðveldað töku óverðtryggðs láns.
 • Léttari greiðslubyrði við lántöku getur gefið aukið svigrúm við fasteignakaup.

Gott að hafa í huga:

 • Lækkun greiðslubyrði á lánstímanum eykur þol skuldara vegna mögulegrar lækkunar á tekjum þegar líður á lánstímann.
 • Hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls lækkar heildarvaxtakostnað.