Greiðsluhlé

Greiðsluhlé afborgana af lánum LV veitir greiðendum svigrúm til að bregðast við tekjusamdrætti vegna COVID-19. Þú sækir um greiðsluhlé rafrænt á sjóðfélagavefnum og notar rafræn skilríki.

Hvað er greiðsluhlé afborgana af lánum?

Greiðsluhlé er í raun skilmálabreyting á skuldabréfi. Hún felur það í sér að afborganir í að lágmarki þrjá upp í allt að sex næstu mánuði falla niður, þ.e. ekki er greitt af láninu þann tíma sem greiðsluhlé varir. Á sama tíma eru hins vegar áfram reiknaðir samningsvextir og verðbætur samkvæmt skilmálum skuldabréfsins. Uppsafnaðir vextir og verðbætur bætast þannig við skuldina vegna skuldabréfsins eins og hún stendur í dag. Það leiðir til nokkurrar hækkunar á mánaðarlegum greiðslum þegar greiðsluhlé lýkur. Að greiðsluhlé liðnu er skuldara sendur greiðsluseðill með almennum hætti

Umsókn um greiðsluhlé og afgreiðsla hennar

  • Sótt er um rafrænt á sjóðfélagavefnum. Skuldari undirritar skjal, skilmálabreytingu, með rafrænum hætti sem þinglýst er sem viðauka við viðkomandi skuldabréf. Einnig þarf samþykki samskuldara og maka eftir því sem við á. 
  • Greiðsluhlé getur hafist áður en skilmálabreytingunni hefur verið þinglýst.
  • Greiðsluhlé felur það í sér að afborganir í að lágmarki þrjá upp í sex næstu mánuði frestast, þ.e. ekki er greitt af láninu þann tíma sem greiðsluhlé varir. Hægt er að stytta greiðsluhlé með því að senda beiðni um það til sjóðsins.

  • Það er skilyrði fyrir tímabundnu greiðsluhlé að fyrir liggi samþykki þinglýsts eigenda hinnar veðsettu eignar – Einnig samþykki samskuldara og maka eftir því sem við á. Ef um lánsveð er að ræða þarf samþykki þinglýsts eiganda/eigenda hinnar veðsettu eignar.

Til þess að rafræn undirritun takist þurfa allir aðilar að vera með rafræn skilríki. Að öðrum kosti er hægt að óska eftir því að fá skjöl send heim til sín. Þeim þarf svo að skila undirrituðum til sjóðsins.
  • Skilyrði fyrir samþykki umsóknar um greiðsluhlé er að lán sé í skilum. Ekki er gerð krafa um tiltekið veðrými.

  • Kostnaður:
       Þinglýsingargjald í ríkissjóð kr. 2.500.-
       Veðbandayfirlit kr. 1.200.-