Veð

Lánað er gegn fasteignaveði í íbúðarhúsnæði í eigu umsækjanda/lántaka. Hvers konar breytingar á veðtryggingu eru háðar samþykki sjóðsins. 

Þessar breytingar geta verið:

Allar umsóknir um slíkar breytingar þurfa að vera skriflegar.


Allt að 70% veðhlutfall

Ef annar aðili en maki, sem er giftur eða í staðfestri sambúð með lántaka, á eignarhlut með lántaka er ekki hægt að fá lán út á þá eign.
Áhvílandi uppreiknaðar veðskuldir að viðbættu láni sjóðsins, mega við lánveitingu ekki vera umfram 70% af verðmæti veðs eins og það er tilgreint í grein þessari. Ef veðsetning vegna lántöku eða veðflutnings lána hjá sjóðnum er umfram 65% er almennt gerður áskilnaður um að veðsetning til þriðja aðila (annars en Lífeyrissjóðs verzlunarmanna) nemi ekki hærra hlutfalli en 20% af metnu virði veðsins. 

Veðsetning skal reiknuð út frá söluverði samkvæmt kaupsamningi þegar um lánveitingar í tengslum við fasteignaviðskipti er að ræða. Annars skal miða við gildandi fasteignamat. Ekki er miðað við verðmat.