Umsókn um útgreiðslu séreignarsparnaðar

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Greiðslutilhögun:

Ef sótt er um greiðslu vegna andláts útfyllist eftirfarandi:

Skattaupplýsingar

Staðgreiða skal skatt af lífeyrisgreiðslum eins og um venjulegar launagreiðslur væri að ræða. Það er á ábyrgð sjóðfélaga að láta sjóðinn vita í hvaða skattþrepi skattgreiðslur eiga að vera.

Hægt er að setja í reitinn “Aðrar mánaðarlegar tekjur” heildar mánaðarlaun frá öðrum launagreiðendum eða merkja við viðeigandi skattþrep.

Veldu viðeigandi skattþrep

Skattkort

Skattkort og skattþrep eru alfarið á ábyrgð sjóðfélaga. Vinsamlegast tilkynnið sjóðnum skriflega um nýtingu skattkorts.

* Óska eftir að nýta persónuafslátt hjá LV

%

Bankareikningur

ATH. Ef greiddur er lífeyrir úr sameignardeild leggst greiðsla úr séreignardeild inn á sama bankareikning.
Greitt er úr séreignardeild síðasta virka dag hvers mánaðar. Umsókn þarf að berast fyrir 20. dag útgreiðslumánaðar

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Reglur um endurgreiðslu úr B-deild (séreignardeild).

  1. Lífeyrisgreiðslur úr B-deild geta hafist þegar sjóðfélaginn er orðinn 60 ára.
  2. Sjóðfélagi getur við töku lífeyris valið um að fá inneign sína í B-deild greidda með annarri hvorri eða blöndu eftirtalinna endurgreiðsluaðferða.
    • Þegar sjóðfélagi er orðinn 60 ára getur hann tekið inneign sína á séreignarreikningi út í einu lagi eða dreift henni í þann tíma sem hann óskar.
    • Inneign hans á séreignarreikningi verði færð til A-deildar, sameignardeildar, sem greiðir hana út sem lífrentu (annuity) mánaðarlega til æviloka. Velji sjóðfélagi þessa endurgreiðsluleið fellur niður séreignarréttur hans til inneignarinnar, sem fellur þá ekki til erfingja við andlát.
  3. Sjóðfélagi, sem vegna varanlegrar heilsubilunar verður að hætta störfum áður en hann nær 60 ára aldri, á rétt á að fá inneign sína í B-deild greidda með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á eigi skemmri tíma en 7 árum. Heimilt er að víkja frá fyrrgreindum endurgreiðslutíma ef innstæðan er undir kr. 500.000,-. Viðmiðunarfjárhæð þessi breytist árlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitölu 173,5 stig.
  4. Við andlát sjóðfélaga, sem á inneign á séreignarreikningi í B-deild, greiðist inneign hans til erfingja hans og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga um lögerfðir.